Incoterms

Leiðbeiningar við val alþjóðlegra viðskiptaskilmála ICC (incoterms)

Incoterms er stytting fyrir International Commercial Terms og eru staðlaðir viðskiptaskilmálar gefnir út af International Chamber of Commerce (ICC) sem Verslunarráð Ísland er aðili að. Fyrsta útgáfa Incoterms kom út árið 1936 en núverandi útgáfa var gefin út árið 2010 og eru skilmálarnir því kallaðir Incoterms 2010.

Í stuttu máli eru Incoterms notaðir til að skipta kostnaði og ábyrgð á milli seljanda og kaupanda. Það eru 11 mismunandi Incoterms staðlar sem segja til um hver ber kostnað af hverjum þætti fyrir sig, hver er ábyrgur fyrir losun og lestun farms og hver ber ábyrgur af tjóni á hverju stigi fyrir sig í alþjóðlegum flutningum.

Skilmálar sem henta hvaða flutningsmáta sem er

EXW Ex Works (afhendingarstaður tilgreindur)
Seljandi afhendir vöruna á sínu athafnarsvæði og kaupandi ber allan kostnað og alla áhættu vegna flutninganna.
FCA Free Carrier (afhendingarstaður tilgreindur)
Seljandinn afhendir farminn til fyrsta flutningsaðila (tilgreindur af kaupanda) og flyst áhætta yfir til kaupanda um leið. Seljandi ber kostnað vegna tollafgreiðslu úr landi.
CPT Carriage Paid To (ákvörðunarstaður tilgreindur)
Seljandi ber kostnað vegna megin flutninga til ákvörðunarstaðs en kaupandi ber kostnað vegna losunnar. Ahætta flyst frá seljanda til kaupanda þega farmur hefur verið afhentur hjá fyrsta flutningsaðila.
CIP Carriage and Insurance Paid To (ákvörðunarstaður tilgreindur)
Sömu skilmár og CPT nema að seljandi ber einnig kostnað vegna farmtryggingar til ákvörðunarstaðs.
DAT Delivered at Terminal (stöð/höfn eða ákvörðunarstaður tilgreindur)
Seljandi ber kostnað og áhættu vegna flutnings til hafnar ásamt losun að undanskyldri tollafgreiðslu inn í land.
DAP Delivered at Place (ákvörðunarstaður tilgreindur)
Seljandi afhendir vörur á tilgreindan ákvörðunarstað. Farmurinn er ólosaður af flutningstæki á ákvörðunarstað og ekki tollafgreiddur. Kaupandi sér um kostnað og áhættu vegna losun af flutningstæki.
DDP Delivered Duty Paid (ákvörðunarstaður tilgreindur)
Seljandi ber allan kostnað og áhættu við flutninga þar til farmurinn hefur verið afhentur á ákvörðunarstað og aðflutningsgjöld hafa verið greidd. Farmurinn er ólosaður af flutningstæki við ákvörðunarstað.

Skilmálar sem henta sjó- og vatnaflutningum

FAS Free Alongside Ship (lestunarhöfn tilgreind)
Seljandinn afhendir vöruna við skipshlið á tilgreindri höfn. Seljandi ber kostnað af tollafgreiðslu úr landi og útflutningspappírum.
FOB Free On Board (lestunarhöfn tilgreind)
Seljandinn sér um að ferma skipið (tilgreint af kaupanda), kostnaður og áhætta færist frá seljanda til kaupanda þegar varan er komin um borð í skipið. Seljandi sér um að gera farminn klárann fyrir útflutning.
CFR Cost and Freight (ákvörðunarhöfn tilgreind)
Seljandi ber kostnað vegna flutninga í höfn ákvörðunarstaðs. Kaupandi ber hins vegar áhættu á farminum frá því að hann er kominn um borð í skipið.
CIF Cost, Insurance and Freight (ákvörðunarhöfn tilgreind)
Seljandinn ber kostnað og áhættu vegna flutninga í höfn ákvörðunarstaðs.