BlueBird Cargo

Bluebird Cargo sérhæfir sig í flugfrakt til og frá Íslandi og innan Evrópu.

Bluebird Cargo, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík, rekur eina B737-400 og fimm B737-300 fraktflugvélar sem þjónusta hraðsendingar- og fraktflutningafyrirtæki með áætlanaflugi jafnt sem leiguflugi. Fyrirtækið er vel búið til þess að sinna verkefnum á Norðurlöndum, í Evrópu, Miðausturlöndum, Canada og Grænlandi.

Starfsfólk Bluebird Cargo kappkostar við að veita snarpa, fagmannlega þjónustu allan sólarhringinn.