DSV

Háþróuð vöruhraðbraut

Í samstarfi við DSV, eitt þriggja lykilfyrirtækja í flutningamiðlun í álfunni, tryggjum við viðskiptavinum okkar háþróaða vöruhraðbraut um þvera og endilanga Evrópu og öruggar flutningaleiðir um heim allan.

Við erum öflug í öllum deildum nútímaflutninga. Ekki vegna umfangs okkar heima fyrir, sem er hverfandi,  heldur vegna sívirkra þjónustuaðila okkar um heim allan sem stefna að sama marki; að koma vöru þinni fljótt og örugglega á áfangastað.

Hnattrænt flutninganet

DSV hraðbrautin er hnattrænt flutninganet á lofti, landi og sjó; í senn hraðvirkt, sveigjanlegt og hagkvæmt. Með fulltyngi DSV erum við í órofnu sambandi við 200 þjónustustöðvar í 34 Evrópulöndum. Hver þjónustuskrifstofa er mönnuð starfsfólki ráðnu af þjónstusvæðinu sem tryggir ómetanlega þekkingu á sérstöðu og viðskiptavenjum hvers staðar ásamt innsýn í löggjöf og kröfur um meðhöndlun á flóknustu vöruflokkum.

Sérþekking hverrar þjónustustöðvar DSV kemur ekki í veg fyrir að starfsmenn þeirra allra tala sama tungumál sín á milli og vinna að sama markmið; að koma vörunni með bestum mögulegum hætti í hendur viðtakanda, hversu viðkvæmur eða krefjandi sem flutningurinn er.

Nýbygging DSV í Danmörku endurspeglar samstillinguna innan fyrirtækisins; þar vinna allir starfsmenn í sama rými í anda gagnsæis, virkni og ábyrgðar.

Fáðu tilboð í flutninga eða pantaðu fund með ráðgjafa okkar.