Rhenus

Rhenus hefur yfir 100 ára reynslu af virðisaukandi þjónustu við flutningafyrirtæki og er þjónustuaðili okkar á höfninni í Rotterdam.

Hjá Rhenus starfa 19,000 manns á yfir 35 starfstöðvum víða um heiminn. Í yfir 100 ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í þjónustu á sviðum aðfangastýringar, hafnarþjónustu og virðisaukandi þjónustu fyrir flutningafyrirtæki. Þekking og reynsla starfsmanna Rhenus gerir okkur kleift að bjóða sveigjanlegri og og hagkvæmari lausnir og standa vörð um það háa þjónustustig sem viðskiptavinir þekkja okkur af.