Embætti Tollstjóra

Embætti tollstjóra í Reykjavík var stofnað 1929 þegar lögreglustjóraembættinu í Reykjavík var skipt upp og tollheimta og tolleftirlit falið tollstjóraembættinu. Frá upphafi hafa meginhlutverk embættisins haldist óbreytt.

Tollstjórar eru Tollstjóri og sýslumenn í öðrum umdæmum. Hlutverk tollstjóra er að annast álagningu og innheimtu tolla, skatta og annarra gjalda sem greiða ber við tollafgreiðslu samkvæmt lögum. Skattstjórar annast þó einnig álagningu vörugjalds að hluta til. Þá annast tollstjórar eftirlit með inn- og útflutningi á vörum og flutningi á ótollafgreiddum vörum innan lands og jafnframt fylgjast þeir með ferðum og flutningi fólks og farartækja til og frá landinu. Í umboði fjámálaráðherra annast Tollstjóri samræmingu tollframkvæmdar á landinu.