Skjalagerð

Það felst mikil hagræðing og öryggi í því fyrir fyrirtæki að láta okkur sjá um alla skjalagerð vegna sinna flutninga. Með því má spara dýrmætan tíma og forðast óþarfa fjárútlát.

Skjalagerð er í mörgum tilfellum bæði flókin og tímafrek í umhverfi þar sem sífellt meiri kröfur eru gerðar til réttrar útfyllingar og nákvæmra upplýsinga um aðskiljanlegustu hluti.  Misbrestur þar á getur kostað inn- og útflytjendur dýmætan tíma og stundum verulegar fjárhæðir.  Við lítum því á faglega aðstoð og umsjón með allri skjalagerð viðskiptavina ThorShip sem mikilvægan hluta þjónustu okkar, enda sífellt fleiri sem nýta sér hana með góðum árangri.

Við höfum yfirgripsmikla þekkingu á öllum þáttum sem við koma skjalagerð, þar á meðal Euro skírteinum, skírteinum vegna flutnings hættulegra efna og ATA Carnet. Við önnumst einnig alla tollskjalagerð og með EDI samskiptum við tollyfirvöld getum við boðið uppá skjóta og örugga þjónustu í allri tollafgreiðslu.

Hafðu samband

Fríða Sjöfn Lúðvíksdóttir

Sími: +354 511 3250

Guðrún Finnsdóttir

Sími: +354 511 3250

Rósalind Hansen

Sími: +354 511 3250