Fjölhæfni

Styrkur okkar felst í að beita mismunandi hæfni okkar til þess að uppfylla þarfir viðskiptavina.

Stefna okkar er skýr þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini:

Við tökumst á við hvert nýtt verkefni með opnum huga, finnum bestu mögulegu lausnir í samráði við samstarfsaðila okkar og nýtum sem verkfæri til framtíðar. Þessi mikli reynslusjóður gerir okkur kleift að  „sérhæfa“ okkur í ögrandi og óvæntum verkefnum um allan heim.

ThorShip annast nú þegar flutningsmiðlun fyrir yfir 600 viðskiptavini, þar sem hver og einn er með ólíkar þarfir, kröfur og umfang. Þannig sinnum við jafnhliða framleiðslufyrirtækjum í matvælaiðnaði og fyrirtækjum í sjávarútvegi, byggingariðnaði og stóriðju, að ógleymdum heildsölum, smásölufyrirtækjum og þjónustuaðilum hvers konar. 

Auk flutningsmiðlunar bjóðum við jafn aðstoð sem fulla þjónustu við alla skjalagerð þmt. útvegun skírteina og sérleyfa, hvort sem er vegna inn- eða útflutnings.

ThorShip býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði umboðsþjónustu fyrir allar tegundir skipa sem hafa viðkomu á Íslandi, skipamiðlunar og stórflutninga. 

Fáðu tilboð í flutninga eða pantaðu fund með ráðgjafa okkar.